þriðjudagur, desember 05, 2006

Auglýsingar og aftur auglýsingar...

Ég var, í mesta sakleysi, að horfa á X-factor seinasta föstudag. Á stöð 2, sem ég borga offjár fyrir í hverjum mánuði. Og þau ætluðu aldrei að komast í gegnum þáttinn fyrir auglýsingum! Ekki misskilja mig, auglýsingar á MILLI þátta er fínt. Pissupása fyrir litlar blöðrur... En á 5 mín. fresti endalausar auglýsingar og aftur auglýsingar! Ég er sko ekkert að borga fyrir að horfa á auglýsingar, heldur X-factor! Þetta er ekki einu sinni hentugt fyrir mjög blöðru litla því það getur enginn verið með svona litla blöðru!

Engin ummæli: