Það var eiginlega seinasti dagurinn minn á leikskólanum í dag. Tæknilega séð hætti ég um áramótin en ég er í fríi alveg fram til 29. des. Og þá eru bara tvö börn á deildinni minni og enginn annar starfsmaður en ég þannig að sá dagur telst ekki með. Ég mætti með fullt af nammi og jólakort. Mér er bara búið að líða vel yfir að vera að hætta seinustu daga. Gaman að komast í jólafrí og svona. En svo var eins og það rynni upp fyrir ljós, seinnipartinn í dag að ég er virkilega að fara að hætta þarna. Og ég fór að kveðja alla krakkana. Sumir komu meira að segja með kveðjugjöf handa mér! Sum er ég búin að vera með frá því að þau voru eins og hálfs árs, í næstum þrjú ár! Svo var starfsfólkið kvatt og ekki var það auðveldara. Þau færðu mér líka kveðjugjöf. Það var sérstaklega erfitt að kveðja Hörpu sem er búin að vera deildarstjórinn minn nánst frá upphafi. Hún er einhver skemmtilegasta manneskja sem ég hef unni með. Og við erum búnar að fylgja börnunum saman. Þannig að þegar ég labbaði út þá voru tárin farin að renna. Ég gerði mér enga grein fyrir að þetta væri svona erfitt! Kíkið á þessa slóð. Þá sjáið þið hvað börnin MÍN eru skemmtileg. Þetta er gullkorn alveg frá því að þau byrjuðu á leikskólanum og til dagsins í dag.
http://gamli.leikskolar.is/leikskolar/displayer.asp?cat_id=402&module_id=210&element_id=11394
En ekki var allt búið enn. Þegar ég var sest inn í bíl hringdi Miðlun í mig og sagði að það gæti farið svo að ég fengi ekki vinnuna!!! Sem gefur mér heila FJÓRA virka daga til að finna mér nýja vinnu svo að ég verði ekki atvinnulaus um áramótin! Þá brotnaði ég eiginlega alveg og hágrét. Það er nógur spenningur og stress fyrir jólin þó að þetta allt saman þurfi ekki að bætast ofan á! Það er ekki gaman að eyða jólunum með kvíðahnút í maganum um hvort að ég sé að verða atvinnulaus eða ekki. :(
fimmtudagur, desember 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli