föstudagur, desember 15, 2006

Hallelúja!

Ég var að koma heim af tónleikum Vox academica, hinum kórnum hans Tuma. Og ég er endurnærð á sál og líkama. :) Það er alltaf svo hressandi að fara á flotta tónleika. Þau fluttu fyrsta þáttinn í Messíasi og svo Hallelúja-kórinn úr öðrum þætti eftir Händel. Svo eftir hlé var Magnificat eftir Bach. Mér fannst Messías flottari en Magnificat, en ekkert toppaði Hallelúja-kórinn! Það eitt af flottustu verkum í heimi! :) Og það var bara mjög vel gert hjá kórnum og flottur hljómur. Sópransöngkonan sem var með þeim, Hallveig Rúnarsdóttir, var líka algjört æði! Hún söng í fyrsta lagi alveg rosalega fallega og svo túlkaði hún líka mjög vel. Mér fannst hún allan tímann vera að syngja sérstaklega fyrir mig. Og mömmu fannst það líka. Og það kalla ég góða túlkun! Mér fannst hún líka gefa mér hluta af sjálfri sér með söngnum og ég hefði nánst getað labbað upp að henni og heilsað eins og gamalli vinkonu, svo vel fannst mér ég þekkja hana á eftir tónleikana! :)

Engin ummæli: