sunnudagur, desember 17, 2006
Léleg þjónusta
Ég var í Kringlunni um daginn í mesta sakleysi. Og þá fór mig að svengja örlítið og ákvað að kíkja á bústbarinn og fá mér ávaxtabakka eins og svo oft áður. Ég labbaði rólega að miðastandinum til að ná mér í númer. Ég rétti fram höndina og er komin með puttana sitthvoru megin við miðann og var að fara að taka hann þegar kona ryðst fram fyrir mig og nánast slær á hendina á mér og rífur miðann af mér! Ég varð svo hissa á svona framferði hjá fullorðinni konu að ég missti algjörlega andlitið og starði bara á hana. Og hún keyrði nefið upp í loft og leit undan. Úff. Og hún var með stelpu með sér, kannski svona sex til átta ára gamla. Skemmtilegir siðir sem hún lærir, greyið. En jæja, ég, kurteisin uppmáluð að sjálfsögðu, tók bara næsta miða. Svo koma röðin að mér og ég labba að barnum og bið afgreiðslustúlkuna um ávaxtabakka. Stúlkan snýr sér að næstu afgreiðslustúlku og spyr hvort að þau afgreiði ennþá ávaxtabakka. Sú stúlka segir: "Já, já, það er ekkert mál.", og ríkur svo af stað að afgreiða næsta. Þá snýr afgreiðslustúlkan mín sér aftur að mér og segir: "Við erum hætt að afgreiða ávaxtabakka." Og ég missti aftur andlitið á fimm mínútum. Hún hlaut að gera sér grein fyrir að ég hafði heyrt allt sem hin afgreiðslustúlkan sagði. En svo virtist ekki vera. Hún allavega vísaði mér samviskulaust í burtu og afgreiddi næsta. Furðulegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli