Ég lenti í furðulegu atviku um daginn í Kringlunni fyrir utan Byggt og búið. Ég var að skoða lyklakippur sem voru fyrir utan búðina og settist á hækjur mér. Svo var ég allt í einu var við það að standurinn með kippunum var að færast í burtu frá mér! Ég leit upp og horfði beint í augun á afgreiðslustúlkunni sem algjörlega samviskulaust dró standinn frá mér og inn í búðina! Og ég sat eftir eins og auli á hækjum mér að skoða ekki neitt! Aldrei lent í verri þjónustu, held ég. Ég ætla allavega ekki að kaupa svona lyklakippu, þó að þær séu voða sætar. :)
Annað sem ég lenti í um daginn. Ég festist upp á hraðahindrun. Aftur! Í fyrra skiptir var ég á lansernum gamla og hann bara einfaldlega dreif ekki upp á hraðahindrunina. En núna um daginn var ég á fína litla sæta pólónum mínum. En ég komst samt ekki upp á hraðahindrunina! Í þetta sinnið var það hálka. Litli sæti limegræni bílinn minn spólaði bara með framhjólin upp á. Og ég þurfti að láta hann renna aftur á bak og taka tilhlaup. Og nota bene, þetta er sama hraðahindrunin sem lanserinn gamli festist upp á! Þannig að, ef þið eigið lélegan bíl eða það er hálka þá skuluð þið forðast hraðahindrunina efst á Hraunsási ef þið viljið ekki festast þar...
laugardagur, desember 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli