Jæja, þar kom að því! Míns bara orðin kórstjórnandi! :) Sólarkotskórinn undir stjórn Siggu Rósu. Hljómar vel. :) Og við erum búin að halda fyrstu tónleikana okkar við rífandi undirtektir. Ég á að vísu eftir að kenna þeim að horfa á stjórnandann, vera samtaka og syngja í sömu tóntegund en það kemur... ;) Þið getið hlustað á tvö lög sem kórinn flytur á þessum link:
http://gamli.leikskolar.is/leikskolar/displayer.asp?cat_id=402
Ef þið farið aðeins niður þá sjáið þið skrifað með rauðum stórum stöfum Jólatónleikar. Og þar er svo hægt að smella á (sjá meira) og líka (og meira) og þá koma upp upptökur af tónleikunum okkar. :)
föstudagur, desember 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli