miðvikudagur, desember 06, 2006

Jól jól jól jól...

Jæja, hvernig væri nú að jólabarnið sjálft setti jólagjafalistann sinn á netið?? :p


 1. Silfur í upphlutinn minn verðandi... :p Ég er komin með eina doppu í beltið. :) En ég á eftir að finna út hjá hvaða gullsmiði silfrið sem ég er að safna fæst.
 2. Mig hefur alltaf langað til að eignast seinustu tvær myndirnar af Lord of the Rings í svona sérstakri útgáfu, svona margir diskar saman. En ég á bara númer eitt.
 3. Það sama er upp á teningnum með Harry Potter myndirnar. Ég á fyrstu tvær myndirnar en vantar næstu tvær. Ég á allar bækurnar og væri alveg til í að eiga allar myndirnar. ;)
 4. Ég er jólabarn dauðans og á BARA fjögur pör af jólasokkum! Það dugar engan veginn og mig vantar sárlega fleiri.
 5. Catan er líka eitthvað sem ég ætla mér að eignast. Eitt skemmtilegasta spil sem ég hef prófað.
 6. Garfield bækurnar. Ég á bara eina en mig langar í allar. ;) Ég get ekki sofnað á kvöldin án þess að glugga aðeins í hann Garfield vin minn. (Hann er í svo miklu uppáhaldi hjá mér að Kisi er búinn að fá aukanafnið Garfield, og heitir því Þengill Hnoðri Garfield SigguRósuson, kallaður Kisi...)
 7. Snyrtidót er líka alltaf vel þegið. Og þá er Origins í sérstöku uppáhaldi en annars er ég opin fyrir öllu. :)
 8. Eragon og Öldungurinn. Ég er búin að lesa Eragon. Snilldarbók. Og mig bráðlangar að komast í næstu sem fyrst.
 9. Singstar Legends er líka ofarlega á lista.
 10. Svo hef ég líka alltaf verið hrifin af Lush snyrtivörunum.
 11. Pirates of the Caribean, Dead Men´s Chest. Ég á mynd númer eitt og langar ferlega í mynd númer tvö.
 12. Artemis Fowl, nýjustu bókina. Á allar hinar og langar í þessa nýju líka.
 13. Náttbuxur. Svona síðar, mjúkar og þæginlegar náttbuxur.
 14. Spilið Partý og co. Það er geðveikt skemmtilegt.
 15. Bíómyndin Garfield 2, a tail of two kitties. Eins og ég sagði, ég elska Garfield.
 16. Ég er ennþá að drepast í hálsinum eftir þessa bölvuðu aftanákeyrslu. Þannig að heilsukoddi væri vel þeginn.

Ég man ekki meira í augnablikinu, en ég bæti við ef ég man eftir einhverju sérstöku. :) Annars er líka alltaf gaman að láta koma sér á óvart. :) Og þá er hægt að hafa í huga að ég elska kisur (enda ekki annað hægt með aðal krúttið í geiranum á heimilinu), ég er að læra söng og ég elska glimmer... Skemmtileg samsetning. ;)

Engin ummæli: